Enski boltinn

Henderson: Sem betur fer fór hann inn

Anton ingi Leifsson skrifar
Henderson fagnar marki sínu.
Henderson fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool í dag, var í skýjunum með sigur þeirra rauðklæddu á ríkjandi Englandsmeisturunum í Manchester City.

Henderson var á skotskónum í dag, en hann og Coutinho skoruðu mörk Liverpool í 2-1 sigri. Mörkin voru bæði stórglæsileg.

„Við sýndum frábæran karakter að halda okkur inn í leiknum og Philippe vann þetta fyrir okkur með frábæru marki," sagði Henderson í leikslok. Aðspurður út í stórbrotna markið sitt svaraði hann:

„Sterling fann mig, ég tók við honum og hugsaði: Ég verð að láta vaða. Sem betur fer fór hann inn."

„Við verðum að halda áfram og allir leikir eru stórir núna. Leikurinn gegn Burnley verður erfiður fyrir okkur, en þetta gefur okkur mikið sjálfstraust," sagði Henderson að lokum.

Liverpool skaust með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar, en þeir eru með jafn mörg stig og Arsenal sem á þó leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×