Enski boltinn

Hélt að það væri verið að ræna honum fyrir fyrsta leikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mbemba í fyrsta leik Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í ár.
Mbemba í fyrsta leik Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í ár. Vísir/Getty
Nýjasti varnarmaður Newcastle, Chancel Mbemba, hélt að það væri verið að ræna honum þegar hann tók leigubíl í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í ár. Mbemba sem talar enga ensku hoppaði upp í næsta leigubíl sem fór með hann í kjörbúð í stað þess að fara á St. James Park.

Mbemba sem gekk til liðs við Newcastle í sumar fyrir 8,5 milljónir punda býr þessa dagana á hóteli en félagið sér til þess að koma honum á æfingar og í leiki.

Hélt hann að leigubíllinn sem var staðsettur fyrir utan hótelið væri handa honum og fór hann því um borð án þess að spurja einhverra spurninga.

Mbemba leist ekki á blikuna þegar leigubílinn stöðvaði fyrir utan kjörbúð í Newcastle en hann skyldi ekki orð af því sem leigubílstjórinn sagði. Fékk leigubílstjórinn fyrirmæli um að vera fyrir utan hótelið og skutla aðila í þessa kjörbúð.

Náði Mbemba loksins símasambandi við túlk sem útskýrði fyrir leigubílstjóranum að um nýjasta liðsmann Newcastle væri að ræða sem þyrfti að komast á völlinn en hann viðurkenndi að hann hefði óttast um að hann hefði sest upp í bíl með mannræningja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×