Innlent

Helmingur ungs fólks vill flytja til útlanda

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þóroddur Bjarnason
Þóroddur Bjarnason
Langflest íslensk ungmenni vilja búa erlendis í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri.

„Það urðu miklar breytingar eftir hrun,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknarinnar.

„Við hrunið urðu miklar breytingar. Búsetufyrirætlanir hreyfðist lengi vel ekki mjög mikið en síðan fengum við talsvert öðruvísi niðurstöður eftir hrun. Útþrá unglinganna virtist aukast mikið árið 2011 en við vorum ekki viss hvort þetta væri eitthvað flökt út af hruninu. Svo lögðum við spurningalistann aftur fyrir árið 2015 og þá fór maður að sjá þróun til lengri tíma.“

Þar kemur fram að um fimmtíu prósent krakka vilja búa erlendis í framtíðinni.

Árið 2003 og 2007 er um þriðjungur krakkanna sem vilja helst búa erlendis.

„Breytingin er enn meiri þegar spurt var hvar þau telji líklegast að þau muni búa í framtíðinni. Árið 2015 eru upp undir 40 prósent sem segja að það sé líklegt að þau muni búa erlendis í framtíðinni samanborið við 18 prósent fyrir hrun.“

Hann segir ungt fólk ferðast miklu meira og hafa meiri tengsl við útlönd.

„Þetta er miklu opnari heimur og unglingarnir hafa meira sjálfstraust gagnvart umheiminum. Framtíðin veltur ekki á því að koma í veg fyrir að ungt fólk flytjist á brott heldur miklu frekar hvaða tækifæri þau og aðrir hafa á því að flytja til landsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×