Innlent

Helmingur stjórnarfrumvarpa innleiðing á EES-reglum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rík skylda hvílir á stjórnvöldum þegar kemur að innleiðingu EES-reglna.
Rík skylda hvílir á stjórnvöldum þegar kemur að innleiðingu EES-reglna. Vísir / Ernir
Þrjátíu prósent af öllum lagafrumvörpum sem lögð hafa verið fram það sem af er þingi fela í sér innleiðingu á EES-reglum. Enn fleiri þingmál hafa svo einhverja vísun í EES-reglur og viðmið.

Sé aðeins horft til frumvarpa sem ráðherrar í ríkisstjórninni hafa lagt fram fer hlutfalli EES-reglna upp í 50 prósent.

Alþingi hefur lítið sem ekkert að segja um innleiðingu þessara lagabreytinga sem kveðið er á um í EES-samningnum að séu innleiddar. Rík skylda er á stjórnvöldum að innleiða reglur en ef það er vanrækt getur það bakað stjórnvöldum skaðabótaskyldu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×