LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Helmingur sendiherra í ráđuneytinu

 
Innlent
07:00 08. JANÚAR 2016
Urđur Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráđuneytisins.
Urđur Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráđuneytisins.

Nærri helmingur starfandi sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni hefur aðsetur hér á landi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera í nokkrum vafa um að hægt sé að hagræða í utanríkisþjónustu Íslendinga til að ná fram sparnaði í málaflokknum.

„Við vorum með fastmótaðar tillögur um utanríkismálin í hagræðingarhópnum og lögðum til sparnað á því sviði eins og öðrum. Við ættum einnig að leggja meiri áherslu á samskipti okkar við Bandaríkjamenn sem eru eina stórveldið í heiminum í dag. Þar liggja mestu hagsmunir okkar Íslendinga,“ segir Guðlaugur Þór. „Til dæmis erum við nú að opna sendiskrifstofu í Strasbourg sem við höfðum áður lokað svo það er verið að bæta í.“


Guđlaugur Ţór Ţórđarson, ţingmađur sjálfstćđisflokksins
Guđlaugur Ţór Ţórđarson, ţingmađur sjálfstćđisflokksins

„Ýmis verkefni ráðuneytisins eru þess eðlis að gagnlegt er að sendiherra sé í forsvari fyrir þau,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

„Má sem dæmi nefna Eystrasaltsráðið og Norðurslóðir. Samkvæmt forsetaúrskurði um sendiráð, fastanefndir og sendiráðsskrifstofur fer ráðuneytið sjálft með fyrirsvar gagnvart nokkrum ríkjum og getur þá skipað sendiherra gagnvart þeim með búsetu í Reykjavík eða eftir því sem ástæða er til. Svo er rétt að hafa í huga að á hverjum tíma er hluti flutningsskyldra starfsmanna, sendiherrar og aðrir, við störf í ráðuneytinu á meðan hluti þeirra er við störf erlendis.“

Um áramótin skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fjóra nýja sendiherra sem allir eru starfandi í utanríkisráðuneytinu. Skrifstofustjóri rekstrar ráðuneytisins, mannauðsstjóri ráðuneytisins, sendiráðunautur uppbyggingarsjóðs EES og starfsmaður utanríkisþjónustunnar voru skipuð sendiherrar.

Af þeim þrjátíu og níu sendiherrum sem starfandi eru í íslensku utanríkisþjónustunni eru aðeins tólf þeirra konur eða þrjár af hverjum tíu. Sjötíu prósent sendiherra eru karlar. Þó hefur Gunnar Bragi verið duglegur á síðustu misserum að skipa konur í embætti sendiherra.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Helmingur sendiherra í ráđuneytinu
Fara efst