Erlent

Helmingur kvenna upplifir kvíða eftir samfarir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvíði kvenna eftir samfarir getur tengst ýmsu.
Kvíði kvenna eftir samfarir getur tengst ýmsu. vísir/getty
Um helmingur kvenna upplifir kvíða eftir samfarir að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni en þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vikunni í Journal of Sexual Medicine.

 

230 konur svöruðu spurningalista á netinu og sögðust 46 prósent þeirra hafa upplifað kvíða eftir samfarir að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Fimm prósent aðspurðra kváðust hafa upplifað kvíða nokkrum sinnum á seinustu fjórum vikum en engin fylgni fannst á milli kvíða kvenna eftir samfarir og nándar í ástarsamböndum.

Vísindamenn frá Queensland University of Technology stóðu að rannsókninni og er haft eftir Dr. Robert Schweitzer að niðurstöður nýju rannsóknarinnar nýtist við að greina nánar kynferðislega virkni kvenna. Þá segir hann að niðurstöðurnar staðfesti aðrar rannsóknir sem háskólinn hefur gert á þessu sviði.

Sá kvíði sem konur upplifa eftir samfarir getur verið margs konar og tengst ýmsu en hann getur meðal annars brotist fram í gráti, áhyggjum eða leiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×