Sport

Helmingi fleiri öryggisverðir í Ríó en í London

Brasilísku öryggisverðirnir eru gráir fyrir járnum.
Brasilísku öryggisverðirnir eru gráir fyrir járnum. vísir/getty
Brasilíumenn taka öryggismálin mjög alvarlega fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.

Brasilíska Ólympíunefndin ætlar að ráða alls 85 þúsund öryggisverði en það eru helmingi fleiri verðir en störfuðu á leikunum í London árið 2012.

„Álíka viðburður hefur aldrei farið fram í þessu landi," sagði yfirmaður öryggismála, Andrei Augusto Rodrigues.

Brasilíumenn eru að glíma við mörg vandamál í aðdraganda leikana og þar á meðal í siglingakeppninni þar sem flóinn er uppfullur af skít og eiginlega ekki boðlegur.

Brassarnir eru enn vongóðir um að þeim takist að hreinsa upp flóann en tíminn vinnur ekki með þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×