MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 08:55

Lars: Svipađ ástand á Íslandi og 1994 í Svíţjóđ

SPORT

Hellisheiđi og fleiri vegum lokađ

 
Innlent
13:53 04. FEBRÚAR 2016
Hellisheiđi, Mosfellsheiđi og Lyngdalsheiđi lokađ vegna veđurs, sem og ţjóđvegi 1 frá Hvolsvelli ađ Jökulsá.
Hellisheiđi, Mosfellsheiđi og Lyngdalsheiđi lokađ vegna veđurs, sem og ţjóđvegi 1 frá Hvolsvelli ađ Jökulsá. VÍSIR/AUĐUNN

Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi og búist er við að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður verði um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Í Dölum, á Snæfellsnesi og áfram til Vestfjarða verður veður orðið mjög slæmt um klukkan 15 og reiknað er með að fjallvegir lokist.


Stađan klukkan 14.30.
Stađan klukkan 14.30.

Á norðurleiðinni frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir loki síðdegis. Á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri.

Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. 

Einnig er spáð  úrkomu, hvassviðris og afleitu ferðaveðurs á Norðausturlandi og Austfjörðum þar má búast við að færð spillist og fjallvegir lokist síðdegis.

Á það einkum við um Víkurskarð og Fjarðarheiði fyrst, síðan aðrar leiðir þegar líður á daginn, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Oddskarð, Fagradal,Vatnsskarð eystra, Hófaskarð undir kvöld.

Veðurspá gerir síðan ráð fyrir að veður skáni fyrir hádegi á morgun.

Frétt uppfærð klukkan 14.30


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hellisheiđi og fleiri vegum lokađ
Fara efst