Sport

Helgi og Arnar fulltrúar Íslands á HM í Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi ætlar sér að verja heimsmeistaratitilinn sem hann vann í Lyon 2013.
Helgi ætlar sér að verja heimsmeistaratitilinn sem hann vann í Lyon 2013. vísir/afp
Ísland á tvo fulltrúa á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 22.-31. október næstkomandi.

Þetta eru þeir Helgi Sveinsson, Ármanni, og Arnar Helgi Lárusson, UMFN.

Helgi keppir í spjótkasti í flokki F42, 42 og 44 sem er sameiginlegur keppnisflokkur þriggja fötlunarflokka í spjótkasti. Helgi er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42 og þá fékk hann heimsmetið sitt í greininni loks staðfest af alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra í ágúst.

Arnar Helgi keppir í flokki T53 í hjólastólakappakstri, bæði í 100 metra og 200 metra akstri.

Aðalþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum og hópnum til aðstoðar verður Ásmundur Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×