FIMMTUDAGUR 23. MARS NŻJAST 08:17

Grķšarmiklar sprengingar ķ vopnageymslu ķ austurhluta Śkraķnu

FRÉTTIR

Helgi Magnśsson ķ hóp stęrstu hluthafa Nżherja

 
Višskipti innlent
08:00 15. FEBRŚAR 2017
Helgi Magnśsson hóf aš kaupa bréf ķ Nżherja ķ byrjun žessa įrs.
Helgi Magnśsson hóf aš kaupa bréf ķ Nżherja ķ byrjun žessa įrs.

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með 1,3 prósenta hlut. Félagið Varðberg ehf., sem er að fullu í eigu Helga, átti þannig rúmlega 6 milljónir hluta í Nýherja í lok síðustu viku sem gerir það að 13. stærsta hluthafa upplýsingatæknifyrirtækisins. Miðað við gengi bréfa við lokun markaða í gær er hlutur Helga í Nýherja metinn á um 170 milljónir króna.

Helgi hóf að kaupa bréf í Nýherja í upphafi þessa árs en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um liðlega 40 prósent frá áramótum. Nýherji birti ársuppgjör sitt í lok síðasta mánaðar þar sem meðal annars kom fram að tekjur samstæðunnar hefðu aukist um 11 prósent á milli ára og EBITDA-hagnaður um sjö prósent. Í afkomutilkynningu félagsins var haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja, að nýliðið rekstrarár hefði verið „með þeim betri í sögu félagsins“.

Hlutabréfaverð Nýherja hefur hækkað um 20 prósent síðan félagið birti ársuppgjör sitt fyrir um tveimur vikum.

Helgi er stjórnarmaður og hluthafi í Marel og N1. Félagið Hofgarðar ehf., sem er að fullu í eigu Helgu, á þannig 2,24 prósenta hlut í N1 og þá fer Eignarhaldsfélag Hörpu, sem er í meirihlutaeigu Helga, með tæplega 0,4 prósenta hlut í Marel. Markaðsvirði þessara hluta er samanlagt um 1.650 milljónir. Eignarhaldsfélag Hörpu minnkaði hlut sinn í Marel fyrr í vikunni þegar félagið seldi eina milljón hluta á genginu 309.

Hagnaður þriggja félaga Helga – Hofgarða, Varðbergs og Eignarhaldsfélags Hörpu – nam 838 milljónum eftir skatta á árinu 2015. Fyrir utan hlutafjáreign í skráðum félögum á markaði er Helgi jafnframt á meðal stærstu hluthafa í Bláa lóninu með rúmlega 5 prósenta hlut.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / Helgi Magnśsson ķ hóp stęrstu hluthafa Nżherja
Fara efst