Fótbolti

Helgi Kolviðs er töffari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsþjálfarateymið.
Landsliðsþjálfarateymið. vísir/stefán
Ragnar Sigurðsson segir að það sé engin landsliðsþreyta í honum eftir frábært gengi á EM í sumar og hann hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir í landsliðstreyjunni. Það byrjar eftir tæpar tvær vikur þegar Ísland mætir Úkraínu ytra í undankeppni HM 2018.

„Ég er alltaf gríðarlega spenntur fyrir því að spila með landsliðinu og hitta strákana aftur,“ segir Ragnar sem segir að mikið hafi breyst eftir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu. „Þá varð íslenska landsliðið að liði,“ bætir hann við.

Heimir stendur nú einn eftir sem landsliðsþjálfari og er með Helga Kolviðsson sér við hlið sem nýjan aðstoðarþjálfara.

„Mér líst vel á Heimi og Helgi er töffari. Hópurinn lítur líka mjög vel út og það verður gaman að byrja á nýrri undankeppni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×