Körfubolti

Helgi Jónas: Keyri kannski bara beint til Reykjavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson.
Helgi Jónas Guðfinnsson. Vísir/Stefán
Helgi Jónas Guðfinnsson kom örugglega mörgum Grindvíkingum á óvart í morgun þegar fréttist af því að einn af dáðustu sonum körfuboltans í Grindavík hefði ákveðið að taka við liði erkifjendanna úr Keflavík.

„Það er alveg skiljanlegt að fólk verði hissa og að einhverjum svíði fyrir að sjá mig með Keflavík en það er bara þannig. Ég er ekki að fara þjálfa Grindavík næstu tvö árin þar sem að Sverrir er með samning við þá.  Mér gafst þetta tækifæri núna og ég veit ekkert hvort ég fái annað tækifæri til þjálfa. Það gæti komið seint og jafnvel aldrei," segir Helgi Jónas.

Þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum var hann ekki búinn að láta reyna á viðbrögð manna í Grindavík þar sem að hann býr.

„Ég er búinn að vera að vinna í Reykjanesbæ í allan dag og ég keyri kannski bara beint til Reykjavíkur og sleppi því bara að beygja til hægri á leiðinni heim," sagði Helgi Jónas í léttum tón en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Helgi Jónas hafnaði Keflavík í fyrra

Helgi Jónas Guðfinnsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkurliðsins í Dominos-deild karla í körfubolta, ákvað að skella sér á starfið þegar honum var boðið það annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×