Innlent

Helgarveðrið í Eyjum: Spá ágætasta veðri en einhverri rigningu

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Herjólfsdal.
Úr Herjólfsdal. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Veðurstofan spáir ágætis veðri í Vestmannaeyjum um helgina. Þó er búist við strekkingi af austri í Vestmannaeyjum í dag og mun rigna af og til allan daginn. Þetta segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi.

Fjölmargir munu leggja leið sína til Vestmannaeyja þar sem Þjóðhátíð verður að vanda haldin í Herjólfsdal.

„Strax á morgun, föstudag, batnar veðrið því þá lægir vindinn og það léttir til. Á laugardag og sunnudag er spáð ágætasta veðri í Eyjum, vindur verður ekki til ama og sólin lætur eitthvað sjá sig, en það er möguleiki á smávegis rigningardropum á sunnudeginum.“

Teitur segir að nýjustu spári geri síðan ráð fyrir að veður verði einnig skaplegt á mánudeginum. „Hitinn í Eyjum verður lengst af á bilinu 10 til 15 stig um helgina.“


Tengdar fréttir

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×