Innlent

Helgarveðrið á Akureyri: Hæg norðanátt og að mestu þurrt

Atli Ísleifsson skrifar
Teitur Arason hjá Veðurstofunni segir að á laugardag séu líkur á rigningu, en væntanlega í mjög litlum mæli.
Teitur Arason hjá Veðurstofunni segir að á laugardag séu líkur á rigningu, en væntanlega í mjög litlum mæli. Vísir/Andri Marinó
Útlit er fyrir hæga norðanátt á Akureyri á morgun með skýjuðu og þurru veðri. Veðurstofan spáir hita rétt undir 10 stigum.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ fara fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og má því búast við að fjölmargir leggi leið sína norður um helgina.

Teitur Arason hjá Veðurstofunni segir að á laugardag séu líkur á rigningu, en væntanlega í mjög litlum mæli. „Á sunnudaginn léttir til á Akureyri og það hlýnar upp í 10 til 15 stig. Áfram verður gott veður á mánudeginum.“


Tengdar fréttir

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×