Handbolti

Helena: Þekkir tilfinninguna að spila stóra leiki

Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar
Helena hleður í skot í leiknum en hún var markahæst í lið Garðbæinga.
Helena hleður í skot í leiknum en hún var markahæst í lið Garðbæinga. Vísir/andri marinó
Helena Rut Örvarsdóttir tryggði Stjörnunni sigurinn með síðasta marki leiksins þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hún hugsaði þá ekkert út í það að þetta gæti verið sigurmarkið.

„Nei, alls ekki. Ég hugsaði bara um að bruna í vörnina. Það var nóg eftir,“ sagði Helena.

„Svo kom næsta sókn og þá hefði boltinn mátt fara inn þegar hann fór í stöngina. Ég hefði viljað klára það. Það var gott færi og ég var óheppin að skjóta í stöngina.“

Stjarnan byrjaði leikinn frábærlega og virtist ætla að valta yfir Fram í leiknum.

„Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum. Við unnum hvern einasta bolta. Við keyrðum mjög vel í byrjun og það gekk vel að skora þá en ekki eins vel í seinni hálfleik.

„Við unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Helena sem varð einnig bikarmeistari með Stjörnunni fyrir ári síðan.

„Ég hef spilað marga svona leiki núna þar sem allt er undir. Bæði í úrslitakeppninni og bikarúrslitum í fyrra. Maður getur ekki sagt að maður sé vanur en maður þekkir tilfinninguna og kann að stjórna henni betur.“


Tengdar fréttir

Rakel: Vissi strax að við myndum klára þetta

"Við mætum ótrúlega klárar til leiks og tilbúnar að berjast. Ég vissi strax að myndum klára þetta þó við vissum að þær myndu saxa á,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir sigur Stjörnunnar á Fram Coca-Cola bikar kvenna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×