Íslenski boltinn

Helena og Vanda fengu Mána til að skipta um skoðun | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark var dæmt af Mist Edvarsdóttur vegna rangstöðu þegar Valur vann öruggan 3-0 sigur á Fylki á þriðjudaginn.

Markið sem ekki var dæmt gilt var til umræðu í Pepsi-mörkum kvenna í gær.

„Þetta alveg „pjúra“ rangstaða, allan tímann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Helena Ólafsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir voru á öðru máli.

„Þetta er ekki rangstaða,“ sagði Vanda og Helena tók í sama streng.

„Þær eru báðar á línunni,“ sagði Helena sem taldi víst að Mist væri svekkt að fá markið ekki dæmt gilt, enda ekki á hverjum degi sem hún kemst á blað.

Helenu og Vöndu tókst þó á endanum að sannfæra Mána um að markið hefði átt að standa.

„Þetta er líklega rétt hjá ykkur, þetta er ekki rangstaða,“ var lokaniðurstaða Mána.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×