Helena: Mikill karakter og sjálfstraust í liđinu allan leikinn

 
Körfubolti
22:35 24. FEBRÚAR 2016
Helena í leiknum í kvöld.
Helena í leiknum í kvöld. VÍSIR/ERNIR
Ingvi Ţór Sćmundsson í Laugardalshöllinni skrifar

Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld.

Helena var í sérflokki á vellinum og skoraði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. En var þetta hennar besti landsleikur á ferlinum?

"Þetta var allavega besti sigurinn," sagði Helena og brosti.

"Auðvitað er gaman að spila vel í svona leikjum og svona sigrum," bætti landsliðsfyrirliðinn við.

Helena gaf tóninn strax í upphafi leiks og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins sem leiddi allan leikinn.

"Við höfum oft byrjað mjög vel en misst þetta niður. En núna héldum við áfram og skotin héldu áfram að detta. Það var mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn," sagði Helena sem var ánægð með varnarleik Íslands í kvöld.

"Við vissum að við þyrftum að loka á (Tijönu) Krivacevic inni í teignum. Hún var alltaf að fara að skora sín 20 stig en við gerðum henni erfitt fyrir."

Helena spilaði aðra rullu í kvöld en í síðustu landsleikjum þar sem hún hefur spilað sem leikstjórnandi og þurft að bera boltann upp völlinn. Í kvöld lék hún í stöðu kraftframherja og líkaði það vel.

"Þetta var fínt. Það tekur á að drippla boltanum upp völlinn undir pressu þannig að það var fínt að geta skipt aðeins í fjarkann og fengið að pústa," sagði Helena að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Helena: Mikill karakter og sjálfstraust í liđinu allan leikinn
Fara efst