Körfubolti

Helena: Bæta fyrir skitu gærdagsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig í gærkvöldi.
Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig í gærkvöldi. vísir/daníel
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Dönum öðru sinni í vináttuleik í Stykkishólmi í kvöld, en leikurinn hefst klukkan 19.15.

Líðin mættust Ásvöllum í Hafnafirði í gær þar sem gestirnir frá Danmörku unnu stórsigur, 84-53. Staðan var 28-26 fyrir Íslandi í hálfleik en okkar stelpur brotnuðu í þeim síðari.

„Það kemur mér kannski á óvart hvað við brotnum sóknarlega. Við vorum ekkert góðar sóknarlega í fyrri hálfleik og þegar á móti blæs þá verður sóknarleikurinn ekkert betri. Þetta eru bara hlutir sem við þurfum að vinna í og þetta var bara auðséð,“ sagði ÍvarÁsgrímsson, þjálfari Íslands, eftir leikinn í gær.

Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona þjóðarinnar, virðist staðráðin í að bæta upp fyrir tapið í gær en hún skrifar á Twitter-síðu sína í dag:

„Góður video-fundur og lunch með liðinu.. Smá rútuferð i Stykkjó og síðan 'loksins' á gólfið að bæta fyrir skitu gærdagsins.“

Stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumót smáþjóða sem fram fer í Austurríki í næstu viku, en þær fljúga utan á sunnudaginn.

vísir/daníel
Kristrún Sigurjónsdóttirvísir/daníel
Hildur Sverrisdóttir.vísir/daníel
Ívar Ásgrímsson, þjálfari.vísir/daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×