Innlent

Heldur sveltinu áfram

Linda Blöndal skrifar
38 ára karlmaður frá Írak, Adam Ibrahim Pasha sem dvelur á Fit Hostel í Reykjanesbæ heldur til streitu hungurverkfalli sem hann hóf á þriðjudagskvöldið síðastliðinn. Adam, sem er gyðingur, sótti um hæli á Íslandi í sumar en umsókn hans fékk ekki efnislega meðferð hjá útlendingastofnun á þeim forsendum að Adam hafi komið hingað frá Slóvakíu þar sem honum hefur verið veitt hæli og þar í landi sé hann öruggur. Lögmaður Adams hefur skilað inn gögnum frá honum sem hann telur sanna að hann verði fyrir ofsóknum öfgahópa þar í landi vegna trúarbragða sinna og njóti ekki verndar lögreglu.

Adam er með hreina sakarskrá og giftur ísraelskri konu en í Ísrael fær hann ekki dvalarleyfi þar sem fjölskylda hans eru ekki gyðingar líka og hann. Búið er að kæra niðurstöðu útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins.

Fylgst grannt með heilsu Adams að sögn lögmanns hans og læknir og félagsþjónustan í Reykjanesbæ sinna honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×