Lífið

Hekluðu fjall úr 150 dúllum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jóhanna Hálfdánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Gurðríður Haraldsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Bára K. Guðmundsdóttir, Ingibjörg H. Gísladóttir og Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir.
Jóhanna Hálfdánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Gurðríður Haraldsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Bára K. Guðmundsdóttir, Ingibjörg H. Gísladóttir og Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir.
„Við ákváðum að hekla 150 dúllur í tilefni af 150 ára afmæli bókasafnsins á síðasta ári, hófumst handa í haust og hittumst vikulega á safninu með garn og heklunálar,“ segir Guðríður Haraldsdóttir. Hún er ein kvennanna í svokölluðum dúlluhópi sem samanstendur af handverkskonum á Akranesi. Í þeim hópi eru þrjár sem nefna sig Hekls Angels og Guðríður er ein þeirra.





Skipaflotinn á Skaganum kemur líka við sögu í verkinu.
Nýlega settu konurnar saman listaverk úr dúllunum, í lögun eins og Akrafjallið enda kalla þær verkið Fjallið okkar og gáfu safninu það formlega.

Halldóra Jónsdóttir, forstöðukona bókasafnsins er yfir sig ánægð með verkið sem nú prýðir einn vegg safnsins. Hún segir hópinn ætla að hittast áfram á safninu fyrsta þriðjudag í mánuði og býður bæjarbúa velkomna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×