Innlent

Heita vatnið komið á í miðborginni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stór hluti Skólavörðuholtsins var án heits vatns í dag.
Stór hluti Skólavörðuholtsins var án heits vatns í dag. vísir/gva
Heita vatnið er komið á að nýju í miðborg Reykjavíkur. Starfsmenn Orkuveitunnar byrjuðu að hleypa vatninu aftur á um klukkan 16.40 í dag og lauk því á sjötta tímanum.

Eins og greint var frá fyrr í dag féll niður þrýstingur á heitu vatni í Skólavörðuholtinu og vesturbæ Reykjavíkur í kjölfar viðgerðar á loka í dælustöð í Öskjuhlíð.

Heitavatnslagnir sprungu þar af leiðandi í nokkrum götum, meðal annars á Freyjugötu og Ásvallagötu, og var stór hluti Skólavörðuholtsins án heits vatns.

Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að búið sé að gera við skemmdirnar að mestu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×