Erlent

Heita Skotum auknum völdum

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, berst fyrir því að Skotar kjósi gegn sjálfstæði.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, berst fyrir því að Skotar kjósi gegn sjálfstæði. Vísir/AFP
Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa heitið Skotum auknum völdum, kjósi þeir gegn sjálfstæði í kosningunum sem fram fara á fimmtudaginn.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, og Nick Clegg, formaður Frjálslynda flokksins, hétu því meðal annars að skoska heimastjórnin fái að ráða meiru um hve miklu sé varið til heilbrigðiskerfisins í Skotlandi. Heilbrigðismál hafa verið eitt mest rædda málefnið í aðdraganda kosninganna.

Sjálfstæðissinnar segja boð leiðtoganna vera móðgun og spyrja um ástæðu þess hví svo langan tíma hafi tekið að koma með slíkt boð. Sambandssinnar segja að boðið sé framtíðarsýn sem hægt sé að sameinast um.

Skuldbinding leiðtoganna birtist á forsíðu dagblaðsins Daily Record í dag.

Skoðanakannanir benda til að lítið skilji á milli fylkinga, nú þegar tveir dagar eru til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×