Innlent

Heimsóknir barna á Landspítalann takmarkaðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Er fólk beðið um að hafa samband við starfsfólk viðkomandi deilda hafi það spurningar.
Er fólk beðið um að hafa samband við starfsfólk viðkomandi deilda hafi það spurningar. Vísir/GVA

Vegna RS-veiru sýkingarhættu eru allar heimsóknir barna yngri en tólf ára bannaðar á þremur deildum Landspítalans. Um er að ræða vökudeild, fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá er þess óskað að heimsóknir annarra á fyrrnefndar deildir séu takmarkaðar.

Í frétt á vef Landspítalans kemur fram að gripið sé til ráðstafana á borð við þessa þegar RS-vírus greinist líkt og tilfellið sé nú. Er fólk beðið um að hafa samband við starfsfólk viðkomandi deilda hafi það spurningar.

Á Doktor.is kemur fram að RS-veiran valdi sýkingu í efri öndunarfærum. Þær séu oftast nær einkennalitlar og algengast að sjá hjá eldri börnum og fullorðnum. Hins vegra getur hún einnig valdið sýkingu í neðri hluta öndunarfæra, s.s. lungnabólgu, berkjabólgu og barkabólgu. Þessar sýkingar séu alvarlegri og algengast að finna þær hjá ungum börnum. Þær eru algengastar á veturna og vorin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×