Lífið

Heimsókn til Kilroy á Skólavörðustíg

Frosti Logason skrifar
Ég rölti niður á Skólavörðustíg í vikunni og heimsótti fólkið hjá ferðaskrifstofunni Kilroy.

Þetta er síhresst lið sem er alltaf í góðu skapi og tekur ávallt vel á móti manni.

Það er svo sem ekki skrítið þar sem þetta er ekki beint leiðilegasta starf í heimi. Að vinna við það að skipuleggja ævintýraferðir og heimsreisur fyrir ungt fólk sem er á leiðinni í eftirminnilegustu ferð lífs síns. Það er örugglega ekki slæmt. 

Á skrifstofunni starfar góður hópur af ungu fóki sem sjálf hafa öll farið í einhverskonar ævintýri eða sjálfboðastörf á vegum Kilroy áður en þau byrjuðu að vinna þarna. 

Þau eru því með þetta allt á hreinu. Enda hefur Kilroy, sem er með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, auk Hollands og Bretlands, sent hundruði þúsunda ungmenna í slíkar ferðir í marga áratugi. 

Ég spjallaði við okkar ferðatengilið, Önnu Margréti, og fékk hana til að segja frá því helsta sem hafa þarf í huga áður en farið er af stað. Horfið á myndbandið hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×