Sport

Heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kim de Roy sigri hrósandi í Lækjargötunni í morgun.
Kim de Roy sigri hrósandi í Lækjargötunni í morgun. Mynd/Kim de Roy
Kim de Roy frá Belgíu náði í dag besta tíma sögunnar í maraþonhlaupi aflimaðra, í flokki aflimaðra á öðrum fæti fyrir neðan hné, í Reykjavíkurmaraþoninu. Belginn, sem hleypur á gervifæti frá Össuri auk þess að starfa hjá stoðtækjafyrirtækinu, kom í mark í Lækjargötunni á 2 klukkustundum, 57 mínútum og níu sekúndum.

Heimsmetið var í eigu Kanadamannsins Rick Ball. Kim de Roy bætti metið um 38 sekúndur. Yfirlit yfir verðlaunahafa í öllum flokkum má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×