Sport

Heimsmeistarinn heiðraður á Nesinu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari í kraftlyftingum, fékk hlýjar móttökur á hófi sem Grótta hélt henni til heiðurs í dag.

Fanney tryggði sér heimsmeistaratitilinn í bekkpressu í -63 kg flokki á HM í Suður-Afríku í síðasta mánuði þegar hún lyfti 105 kg.

Guðjón Guðmundsson hitti Fanneyju á Nesinu í dag og spurði hverju hún þakki þann frábæra árangur sem hún hefur náð á undanförnum misserum?

„Það er svo margt sem kemur að þessu, bæði fjölskyldan heima og bæjarfélagið. Ég fæ mikinn stuðning hér á Seltjarnarnesi og þjálfarinn minn er frábær í öllu,“ sagði Fanney sem æfir 4-5 sinnum í viku.

Næst á dagskrá hjá þessari öflugu íþróttukonu er EM í ágúst en mótið verður haldið hér á landi.

„Ég vann þennan titil í fyrra og hef því titil að verja. En það verður bara að koma í ljós hvernig fer. Ég reyni mitt besta og æfi í allt sumar til að vera klár í ágúst,“ sagði Fanney.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×