Fótbolti

Heimsmeistararnir á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var gefinn út í morgun og er Þýskaland í efsta sætinu í fyrsta sinn í um 20 ár.

Þýskaland varð um helgina heimsmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Argentínu, 1-0, í úrslitaleik HM í Brasilíu. Argentína er í öðru sæti listans og Holland því þriðja.

Árangur Hollands á HM fleytti liðinu upp um tólf sæti á listanum en öll liðin sem komust í fjórðungsúrslit keppninnar færast upp á milli mánaða. Þar ber helst að nefna að Belgía er komið í fimmta sætið og Frakkland í það tíunda.

Portúgal (11. sæti), Ítalía (14. sæti) og England (20. sæti) falla öll úr hópi tíu efstu en þeir ensku falla um tíu sæti frá listanum sem var gefinn út í byrjun júní.

Brasilía, sem komst í undanúrslit keppninnar, duttu niður úr þriðja sætinu í það sjöunda.

Ísland situr í 47. sæti listans og fer upp um fimm sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×