Erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa dagana en það hefur ekki verið lægra í fjögur og hálft ár. Í dag var verðið á Brent-olíunni komið niður í 72 Bandaríkjadali, að jafnvirði tæpum níu þúsund krónum.

Samtök olíuflutningsríkja, Opec, funduðu í Vín í dag. Tilkynnt var að ekki yrði dregið úr framleiðslu á olíu og í kjölfarið hríðféll heimsmarkaðsverðið. Margir höfðu þó bundið vonir við að sú yrði ekki raunin svo hægt yrði að hækka verðið að nýju. Er það svo hægt sé að koma hagkerfinu aftur á rétt skrið, en Líbía og Íran hafa orðið fyrir töluverðum skaða vegna lækkunarinnar.

Ástæðan fyrir lækkununum er þó einföld, eftirspurn eftir olíu hefur hrapað og Bandaríkin eru farin að framleiða meiri olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×