Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega að undanförnu. Á málmarkaðinum í London stendur verðið nú í 2.349 dollurum á tonnið. Fyrir viku síðan var það 2.170 dollara á tonnið og hefur því hækkað um tæplega 180 dollara á þessum tíma eða um 8%.

Frá því að álverðið náði lágmarki í nóvember á s.l. ári í 1970 dollurum hefur verðið hækkað um tæp 20%. Hækkarnir á álverðinu undanfarna daga er í samræmi við hækkanir á annarri hrávöru eins og gulli, kopar og olíu.

Olíuverðið hefur að vísu aðeins gefið eftir að nýju í dag og í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×