Enski boltinn

Heimsfrægur söngvari bauðst til að syngja fyrir nýju ensku meistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Það verður mikið um dýrðir á King Power leikvanginum í Leicester á morgun þegar leikmenn Leicester City taka við enska meistaratitlinum í fyrsta sinn.

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, tókst nánast hið ómögulega að gera liðið að enskum meistara og það þegar enn voru tvær umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni.

Liðið færi bikarinn afhentan í síðasta heimaleiknum sem verður á móti Everton á King Power leikvanginum seinni partinn á morgun.

Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli er einn þekktasti tenór heimsins og hann ætlar að mæta á morgun og syngja fyrir nýju meistarana.

Það er ekki eins og Claudio Ranieri hafi hringt í landa sinn því það var einmitt öfugt.

„Ég hef fylgst með Leicester í marga mánuði. Ég elska þessa fallegu sögu," sagði Andrea Bocelli sem er blindur eins og flestir vita.  BBC segir frá.

Andrea Bocelli fæddist með litla sjón en varð endanlega blindur eftir slys á fótboltavelli.

Bocelli sagðist hafa hringt í Claudio Ranieri og boðist til að syngja í veislunni miklu á morgun.  

Það fylgir ekki sögunni hvort hann ætli að taka „We are the champions“  með Queen eða „The Winner Takes It All“ með Abba  en verður bara að syngja „The best“ sem bæði Bonnie Tyler og Tina Turner sungu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×