Íslenski boltinn

Heimir um rothöggið: Hann gerir þetta viljandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir var ánægður með stigin þrjú.
Heimir var ánægður með stigin þrjú. vísir
„Þetta var hörkuleikur. Valsararnir eru með gott lið, sérstaklega á þessum velli,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn.

FH vann frábæran sigur á Val, 1-0, í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram á Valsvellinum.

„Mér fannst við spila sterkt í kvöld. Við vorum agaðir og skipulagðir og áttum sigurinn skilið. Þeir ná ekki að skapa sér mörg færi en þegar við náðum að láta boltann ganga vel á milli vængja þá sáum við fínan sóknarleik.“

Heimir segir að eftir markið sem FH skoraði hafi þetta snúist um að halda markinu hreinu.

„Við töluðum um fyrir leikinn og í hálfleik að það væri mikilvægt að sýna alltaf þolinmæði, þá myndi þetta ganga upp.“

Bjarni Þór Viðarsson var borinn af velli undir lok leiksins. Hann fékk slæmt höfuðhögg og virtist fá olnbogaskot frá Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Vals.

„Menn voru orðnir heitir og Valur á heimavelli, þá er eðlilegt að menn takist aðeins á. Þetta var samt viljandi hjá Guðjóni og mér fannst þetta réttlæta gult spjald.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×