Fótbolti

Heimir og Helgi settust á bekkinn | Myndasyrpa

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don. skrifar
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson settust í rólegheitum á bekk fyrir utan hinn stórglæsilega Rostov-völl.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson settust í rólegheitum á bekk fyrir utan hinn stórglæsilega Rostov-völl. vísri/vilhelm
Strákarnir okkar æfðu á keppnisvellinum í Rostov við Don í dag þar sem að þeir mæta Króatíu í lokaumferð D-riðils HM 2018 annað kvöld klukkan 21.00 að staðartíma.

Íslenska liðið verður að vinna en því miður gæti það ekki einu sinni verið nóg. Strákarnir okkar þurfa að vonast eftir hagstæðum úrslitum í leik Argentínu og Nígeríu.

Það var létt yfir okkar mönnum á hinum nýja og glæsilega Rostov-velli í dag sem tekur 45.000 manns í sæti en rétt ríflega 42.00 á meðan HM stendur. Þarna spila þrír íslenskir landsliðsmenn; Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis myndaði strákana á æfingunni í dag og hitti svo þjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir hana fyrir utan völlinn. Hann lét þá einfaldlega setjast á bekkinn eins og þeir hafa nú stundum gert við leikmenn sína.

Myndasyrpuna má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×