Íslenski boltinn

Heimir: Við getum klárlega bætt okkur varnarlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir Guðjónsson hefur verið sigursæll með FH.
Heimir Guðjónsson hefur verið sigursæll með FH. Vísir/Stefán
„Ég er gríðarlega ánægður með þessi þrjú stig, við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það kom á daginn,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í dag. 

FH vann frábæran sigur á Þrótti, 3-0, í Laugardalnum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í dag. 

„Við vorum pínu taugastrektir í byrjun leiksins, svona fyrstu tuttugu mínúturnar. Við náum síðan að setja á þá mark og við vissum þá að ef við myndum halda markinu hreinu, þá myndi eitthvað opnast fyrir okkur í seinni hálfleiknum, sem gerðist og við náðum að klára þetta vel.“

Heimir segir að Þróttararnir eigi heiður skilið eftir þennan leik. 

„Þetta er flott lið og það heldur mjög góðu skipulagi. Það var síðan frábær stemning hér í Laugardalnum. Þeir áttu fína möguleika í leiknum og Gunnar Nielsen varði oft á tíðum mjög vel.“

Þróttur fékk fín færi í þessum leik og stundum leit varnarleikur FH ekki nægilega vel út. 

„Við höfum engar sérstakar áhyggjur af varnarleiknum. Við spiluðum ekki góðan varnarleik á móti Val í síðasta leik og þetta var betra í dag. Við getum klárlega bætt okkur, það er ekki spurning.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×