Fótbolti

Heimir: Var færi á að vinna Króatana í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reyndi að bera sig vel eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en eðlilega var hann samt svekktur.

„Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik.

„Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik,“ segir Heimir en liðið náði ekki alveg að fylgja því eftir í síðari hálfleik.

„Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu.“


Tengdar fréttir

Ragnar: Finnst Mandzukic ekki geta neitt

"Mér fannst við ekki beint lélegir í seinn hálfleik en sá fyrri var betri,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands um tapið gegn Króatíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×