Íslenski boltinn

Heimir: Tyrkir hafa ýmislegt að sanna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Heimir á blaðamannafundi
Heimir á blaðamannafundi vísir/hanna
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands sagði á blaðamannafundi í morgun að hann reikna með öðruvísi leik gegn Tyrkjum heldur en í undankeppni EM þegar liðin mættust í tvígang.

Ísland vann heimaleikinn 3-0 en tapaði útileiknum 1-0 eftir að liðið tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi.

Ísland tekur á móti Tyrklandi annað kvöld í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018.

„Það er þó nokkuð mikill munur. Það eru margir leikreyndir leikmenn sem eru ekki að spila með þeim núna,“ sagði Heimir.

„Þjálfarinn hefur verið gagnrýndur, kannski eðlilega, fyrir að velja ekki þeirra stærstu stjörnur eins og Arda Turan.

„Það er sem er skemmtilegt við þá er að þeir hafa þjappað saman hópnum og þeir náðu til að mynda í gott stig á erfiðum útivelli í Króatíu og svo hafa þeir komið til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Úkraínu. Það sýnir að það er góður andi og samstaða í hópnum. Þeir hafa ýmislegt að sanna fyrir sinni þjóð,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Kantmaðurinn Emre Mor þótti fara mikinn þegar Tyrkland vann upp tveggja marka forystu Úkraínu á fimmtudaginn. Heimir er vel meðvitaður um þá ógn liðsins.

„Báðir kantmenn Tyrkja eru leiknir og þeir fá frelsi í leikstíl Tyrklands. Við erum meðvitaðir um það og verjumst þeim sem heild. Við hæfum mætt góðum kantmönnum áður og eigum taktík til að mæta þeim,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×