FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Heimir: Lćri ekkert meira á ađ vera tvö ár međ Lars í viđbót

 
Fótbolti
09:00 06. JANÚAR 2016
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa náđ frábćrum árangri međ íslenska liđiđ.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa náđ frábćrum árangri međ íslenska liđiđ. VÍSIR/VILHELM

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, vill ólmur taka einn við liðinu eftir Evrópumótið eins og til stóð.

Eyjamaðurinn segir frá þessu í viðtali við Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins, en þegar Heimir samdi um að vera áfram fram yfir Evrópumótið stóð til að Lars Lagerbäck myndi hætta og Heimir tæki einn við liðinu.

Nú vill KSÍ halda Lars, að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2018, og er Svíinn með samningstilboð frá knattspyrnusambandinu eins og Geir Þorsteinsson greindi frá í september á síðasta ári.

„Ég hef sagt, bæði í gamni og alvöru, að mér fannst ég alveg nógu góður og tilbúinn að taka við landsliðinu á þessum tíma þegar Geir hringdi í mig en eftir að hafa verið í tvö ár með Lars þá var ég alveg sannfærður um að ég var það ekki. Ég hefði gert mistök sem Lars hafði reynslu til að gera ekki og hef lært heilmikið af kallinum,“ segir Heimir.

Hann er ekki viss um að hann vilji vera áfram hjá landsliðinu ef Lars stígur ekki til hliðar. Heimir segist þó hafa fullan skilning á að KSÍ vilji ekki rugga bátnum þegar svona vel gengur.

„Ég mun bara ræða það [framtíð sína, innsk. blm] við mína yfirmenn þegar þar að kemur. Ég hugsa að ég læri ekkert meira á að vera tvö ár í viðbót með Lars en ég ítreka að ég skil mjög vel að KSÍ vilji ekki breyta neinu,“ segir Heimir Hallgrímsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Heimir: Lćri ekkert meira á ađ vera tvö ár međ Lars í viđbót
Fara efst