MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER NÝJAST 23:15

Conor McGregor sýnir heiminum sérsmíđađan iPhone 7 - Mynd

SPORT

Heimir: Diego er ekki međ íslenskt vegabréf

 
Fótbolti
13:40 07. JANÚAR 2016
Diego Jóhannesson vill spila fyrir Ísland.
Diego Jóhannesson vill spila fyrir Ísland. VÍSIR/ERNIR

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir ótímabært að ræða um Diego Jóhannesson, spænska Íslendinginn, sem möguleika í íslenska landsliðið.

Diego, sem er 22 ára gamall og spilar með Real Oviedo í B-deildinni á Spáni, hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið.

Í viðtali við Fréttablaðið í desember sagðist hann vilja spila fyrir Ísland sem Íslendingur en faðir hans er frá Íslandi. Hann hefur búið alla sína ævi á Spáni og talar ekki íslensku.

"Ég hitti þá fegða í desember og þetta virkar afskaplega ljúfur strákur. Hann er bara ekki með íslenskt vegabréf" sagði Heimir á blaðamannafundi landsliðsins í dag.

"Það er því algjörlega ótímabært að ræða þennan leikmann fyrr en hann fær íslenskt vegabréf. Hann er samt bara 22 og spilar í 2. deildinni á Spáni og gæti því verið framtíðar leikmaður fyrir íslenska landsliðið," sagði Heimir Hallgrímsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Heimir: Diego er ekki međ íslenskt vegabréf
Fara efst