LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 12:18

Glowie frumsýnir myndband viđ lagiđ No Lie

LÍFIĐ

Heimir: Diego er ekki međ íslenskt vegabréf

 
Fótbolti
13:40 07. JANÚAR 2016
Diego Jóhannesson vill spila fyrir Ísland.
Diego Jóhannesson vill spila fyrir Ísland. VÍSIR/ERNIR

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir ótímabært að ræða um Diego Jóhannesson, spænska Íslendinginn, sem möguleika í íslenska landsliðið.

Diego, sem er 22 ára gamall og spilar með Real Oviedo í B-deildinni á Spáni, hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið.

Í viðtali við Fréttablaðið í desember sagðist hann vilja spila fyrir Ísland sem Íslendingur en faðir hans er frá Íslandi. Hann hefur búið alla sína ævi á Spáni og talar ekki íslensku.

"Ég hitti þá fegða í desember og þetta virkar afskaplega ljúfur strákur. Hann er bara ekki með íslenskt vegabréf" sagði Heimir á blaðamannafundi landsliðsins í dag.

"Það er því algjörlega ótímabært að ræða þennan leikmann fyrr en hann fær íslenskt vegabréf. Hann er samt bara 22 og spilar í 2. deildinni á Spáni og gæti því verið framtíðar leikmaður fyrir íslenska landsliðið," sagði Heimir Hallgrímsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Heimir: Diego er ekki međ íslenskt vegabréf
Fara efst