Fótbolti

Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvernig leik hann búist við þegar Ísland mætir Kasakstan í undankeppni EM á morgun.

„Leikirnir þeirra hérna á heimavelli hafa verið mjög jafnir. Þeir hafa spilað hér fyrir Tékka og Letta. Ólíkt útileikjunum hjá þeim þá eru þeir jafnmikið með boltann og andstæðingurinn á heimavelli. Þeir hafa verið ógnandi í þessum tveimur leikjum," sagði Heimir um landslið Kasaka.

„Það var ekki verið mikill munur á gæðum liðanna eða hvernig liðin héldu boltanum þegar Kasakstan mætti Tékklandi hér. Tékkarnir voru hinsvegar markvissari fyrir framan markið," sagði Heimir en Ísland tapaði á móti Tékklandi í síðasta mótsleik sínum.

„Við búist við því sama í þessum leik. Þeir bera ekkert minni eða meiri virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum. Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir.

Íslenska landsliðið hefur átta stigum meira en lið Kasakstan eftir fyrstu fjórar umferðirnir í riðlinum en Kasakstan gerði markalaust jafntefli við Lettland og tapaði 4-2 á móti Tékklandi í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×