FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 17:48

Ţjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri

SPORT

Heimilislegt og blátt áfram

 
Gagnrýni
08:00 08. DESEMBER 2012
"Ađ heyra strengjahljóđin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvađ er, og hćfir hljóđheiminum fullkomlega.“ Mynd/Valdís Thor
Björn Teitsson skrifar
Tónlist. Prammi. Stafrćnn Hákon. Sound in Silence

Stafrćnn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist viđ tónlist síđan seint áriđ 1999, en segja má ađ hann hafi veriđ hluti ţeirrar "lo-fi"-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síđustu aldamót. Ćtla mćtti ađ Stafrćnn Hákon sé farinn ađ kunna vel til verka međ slíka reynslu á bakinu, og ţađ er einnig raunin.

Prammi er sjöunda breiđskífa Stafrćns Hákons og er hún tekin upp í heimahúsi međ ađstođ vina og vandamanna – sem á reyndar viđ um flest af efni listamannsins. Hljóđheimur plötunnar byggir á elektróskotnu "lo-fi" indírokki međ smá skammti af ambient og annarri tilraunamennsku. Prammi nćr fyrirtaks flugi á ţeim lögum ţar sem söngur og raddanir fá ađ njóta sín (Klump, The Son, Hoff). Rćkjuháls er ađ öđrum ólöstuđum besta lag plötunnar og er ţađ eina sem sungiđ er á íslensku. Textinn, sem fjallar um afbrigđilegar matarvenjur, er bráđfyndinn.

Ađgengilegustu lögin án söngs renna einnig ágćtlega niđur og ţá er rétt ađ hrósa góđum trommuleik í Hvarfi 12. Upptökurnar eru heimilislegar og blátt áfram, án ţess ađ hćgt sé ađ kvarta yfir nokkrum viđvaningshćtti. Ađ heyra strengjahljóđin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvađ er, og hćfir hljóđheiminum fullkomlega.

Prammi er ekki gallalaus plata en engu ađ síđur góđur og gildur fulltrúi íslenskrar indítónlistar. Hönnun umslagsins er einnig mjög indí, einungis plastvasi og blađ međ ljósmynd. Ef til vill hefđi veriđ heppilegra ađ leggja ađeins meira í umbúđirnar, en ţađ er kannski svipađ og ađ kvarta yfir ađ frönskurnar komi međ kartöflukryddi – ţegar ţig langađi í raun bara í salt. Franskar eru samt franskar og svona er lífiđ bara stundum.

Niđurstađa:
Prammi lćtur lítiđ yfir sér en er fín viđbót í flóru íslenskrar indítónlistar.Stafrćnn Hákon, Prammi.
Stafrćnn Hákon, Prammi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Gagnrýni / Heimilislegt og blátt áfram
Fara efst