Erlent

Heimilislaus læstur í geymslu í sautján daga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Nuuk á Grænlandi.
Frá Nuuk á Grænlandi. Vísir/Óskar
Heimilislaus maður í Nuuk á Grænlandi var læstur inni í 17 daga í einni af geymslum bæjaryfirvalda.

Maðurinn sem fannst á þriðjudag í síðustu viku hafði einnig læst inni í sömu geymslu í janúar síðastliðnum. Þá voru það starfsmenn Sjómannaheimilisins sem fundu hann.

Ákveðið var þá að hindra aðgang að geymslunni en maðurinn komst samt inn. Ekki var vitað af honum inni þegar geymslunni var læst. Þegar enginn hafði orðið var við manninn í tvær vikur vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu. Hann var með vatn og mat en var afar máttfarinn þegar hann fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×