Lífið

Heimili Prince verður gert að safni

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/Getty
Heimili poppsöngvarans Prince við Paisly Park í Minneapolis verður opnað almenningi í október. Fjármálafyrirtækið sem hefur umsjón með húsnæðinu samdi við ættingja hans sem í sameiningu ætla að opna þar safn til minningar um ævistarf popparans.

Tyka Nelson, systir popparans segir að þetta hafi ávallt verið ósk bróðir síns.

Opnunin verður sex mánuðum eftir að Prince fannst látinn í lyftu húsnæðisins. Hann lést af of stórum skammti verkalyfsins fentanyl. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að rangt lyf hafi verið í umbúðunum sem fundust heima hjá popparanum. Þar stóð að um lyfið hydrocodone hafi verið að ræða sem er mun veikara lyf en fentanyl.

Sama fyrirtækið og heldur utan um rekstur Graceland safnsins, sem opnað var á heimili Elvis Presley, um hafa umsjón með starfseminni á Paisly Park. Yfir 20 milljón manna hafa heimsótt Graceland frá því að Elvis dó árið 1977.

Aðgangur inn á safnið mun kosta tæpar 6 þúsund krónur.


Tengdar fréttir

Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín

Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl í auknum mæli hér á landi. Lyfið er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín.

Barist um heimili Prince

Bankinn sem sá um fjármál popparans vill selja en fjölskylda hans vill breyta heimilinu í safn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×