Innlent

Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásirnar voru boðaðar á miðvikudaginn.
Árásirnar voru boðaðar á miðvikudaginn.

Heimasíður stjórnarráðs Íslands eru aftur komnar í gagnið eftir tölvuárása Anonymous samtakanna í gærkvöldi. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir fleiri heimasíður sem eru skotmörk þeirra. Árásirnar eru liður í aðgerð þeirra sem nefnist Operation Killing Bay og eru þær gerðar vegna hvalveiða Íslendinga.

Lista yfir skotmörk hakkaranna má sjá hér.

Sjá einnig: Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi

Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.

Meðfylgjandi myndband var birt á miðvikudaginn, þar sem fram kom að von væri á árásum. Þá hafa Íslendingar sent samtökunum skilaboð á Twitter og á Youtubesíðu þeirra, þar sem árásunum er annað hvort fagnað, eða þær fordæmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×