SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Heimamenn byrjuđu á sigri gegn Serbum

 
Handbolti
21:19 15. JANÚAR 2016
Michail Jurecki skorar eitt af sjö mörkum sínum.
Michail Jurecki skorar eitt af sjö mörkum sínum. VÍSIR/EPA

Gestgjafar Póllands unnu eins marks sigur á Serbíu, 29-28, í fyrsta leik liðanna á EM 2016 í kvöld. Fín byrjun hjá heimamönnum.

Serbar gáfu Pólverjum ekkert eftir í frábærum handboltaleik og voru einu marki yfir, 15-14, í hálfleik.

Spennan var mikil í leiknum, en Serbar komust einu marki yfir, 27-26, þegar tíu mínútur voru eftir.

Þá skellti pólska vörnin í lás og skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð. Þeir komust í 29-27 áður en Ivan Nikcevic minnkaði muninn í eitt mark, 29-28.

Ekkert mark var skorað á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og höfðu Pólverjar því mikilvægan sigur, en liðið ætlar sér Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.

Michail Jurecki var markahæstur Pólverja með sjö mörk en Petar Nenadic skoraði einnig sjö mörk fyrir Serbíu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Heimamenn byrjuđu á sigri gegn Serbum
Fara efst