Innlent

Heilu íbúðirnar lagðar undir kannabisræktun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kannabisræktun.
Kannabisræktun. Vísir/Valli
„Það er umhugsunarvert hve mikið er orðið um það að verið sé að rækta kannabis í íbúðum,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík.

Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í Engjahverfi í Grafarvogi á mánudagskvöld. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið. Þeir eru fæddir árið 1992 og 1994.

Árni Þór segir mýmörg dæmi um að heilu íbúðirnar séu teknar undir kannabisræktun. Stundum sé ræktunin í afmörkuðu rými innan íbúðar. Stórum og sérhönnuðum ræktunartjöldum sé komið þar upp.

Ræktuninni fylgi sterk lykt auk þess sem gluggar séu oft byrgðir eða lokaðir af. Þá séu dæmi um að ræktunin hafi farið úr böndunum, vatn farið um íbúðina sem orsakað hafi leka með tilheyrandi skemmdum að sögn Árna Þórs.

Hvetur hann fólk til að hringja í fíkniefnasíma lögreglunnar 800-5005 eða senda ábendingar á abendingar@lrh.is. Fullum trúnaði sé heitið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×