Erlent

Heilt þorp til leigu í Ungverjalandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá þorpinu Megyer í Ungverjalandi.
Frá þorpinu Megyer í Ungverjalandi. Vísir/AP
Áhugasömum býðst nú að leigja þorpið Megyer í norðvesturhluta Ungverjalands fyrir 75.000 krónur á dag.

Innifalið í leigunni eru allar fjórar götur þorpsins, strætóskýlið í bænum, hlaða og ró og friður allt um kring.

Aðeins búa 18 manns í þorpinu en þar eru gistiheimili sem rúma alls 39 gesti, að því er segir í frétt The Independent.

Þá eru einnig sex hestar í bænum, tvær kýr, þrjár kindur og fjórir hektarar af landi fyrir kjúklinga þorpsins. Það má því leiða líkum að því að það séu fleiri dýr en manneskjur í Megyer.

Bæjarstjórinn vonast til þess að geta notað leigutekjurnar til að byggja um þetta litla þorp sem er frá 11. öld.

Auk þess að fá allt innifalið í leigunni mun sá sem tekur þorpið á leigu fá titilinn aðstoðarbæjarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×