Innlent

Heildarverðmæti verðtryggðra lána er 1401 milljarður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson
Már Guðmundsson vísir/stefán
„Það þýðir ekkert að tala um þessi efnahagslegu áhrif. Þau gætu verið mjög lítil en þau gætu orðið eitthvað meiri. Það er ekki fyrr en þetta skýrist meira hjá íslenskum dómstólum og í túlkunum og umræðum milli lögfræðinga að það er meira hægt að sjá fram á það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um áhrif ráðgefandi álits EFTA frá því í gær.

Már bendir á að þó að framkvæmd lána kunni í einhverjum tilvikum að hafa verið röng, þá feli álitið í sér mörg vafaatriði sem krefjast úrlausnar.

Til dæmis að það þurfi einnig að sanna það fyrir íslenskum dómstólum að viðkomandi lántakandi hafi ekki þekkt eðli verðtryggingar.

„Sá sem er búinn að vera með verðtryggð lán í mörg ár, hann hlaut að vita hvernig þau virkuðu,“ segir Már. Íslenskir dómstólar þurfi einnig að meta hvort niðurstaða EFTA-dómstólsins eigi við um fasteignaveðlán.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands er heildarverðmæti verðtryggðra útlána 1.401 milljarður íslenskra króna. Þegar öll íbúðaveðlán og lán frá LÍN eru dregin frá má sjá að verðtryggð neytendalán eru alls 66 milljarðar króna. LÍN-lán nema 200 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×