Viðskipti innlent

Heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira námu 1.173% af landsframleiðslu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Heildarfjáreignir lífeyrissjóða námu 2.928 mö. kr. í árslok 2014 sem samsvarar 147% af landsframleiðslu.
Heildarfjáreignir lífeyrissjóða námu 2.928 mö. kr. í árslok 2014 sem samsvarar 147% af landsframleiðslu. Vísir/Pjetur
Heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira námu 1.173% af landsframleiðslu í árslok 2014 en á sama tíma töldu fjárskuldbindingar 1.49% af landsframleiðslu. Af heildarfjárskuldbindingum telja hæst fjárskuldbindingar fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja en fast á hæla þeirra koma fjárskuldbindingar fjármálafyrirtækja í slitameðferð en þær eru að mestu bundnar við erlenda kröfuhafa. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Fjáreignir og –skuldbindingar fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja jukust hratt 2005–2007, en hafa dregist mikið saman og náð ákveðnu jafnvægi á undanförunum árum.

Fjármálareikningar fjalla sérstaklega um fjármálafyrirtæki og undirgeira þeirra. Heildarfjáreignir fjármálafyrirtækja námu tæplega sjöfaldri landsframleiðslu í árslok 2014. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð eru birt sem sér undirgeiri í íslensku fjármálareikningunum en ljóst er að umfang þeirra í íslenska fjármálakerfinu er umtalsvert og verður þar til uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna liggur fyrir. Einnig eru bundnar fjármálastofnanir nú  birtar sem sérstakur undirgeiri. Heildarfjáreignir þeirra námu um 82,6% af landsframleiðslu í árslok 2014.

Heildarfjáreignir lífeyrissjóða námu 2.928 mö. kr. í árslok 2014 sem samsvarar 147% af landsframleiðslu, en fjármálareikningarnir gefa góða heildarsýn yfir breytingar á eignasafni lífeyrissjóðanna.

Fjáreignir heimila stóðu í 3.981 mö. kr. í árslok 2014 en heildarfjárskuldbindingar þeirra voru 1.919 ma. kr. á sama tíma. Af fjáreignum heimilanna telja lífeyrisréttindi hæst eða tæplega 2.897 ma. kr. í árslok 2014. Hafa ber í huga að fastafjármunir, eins og fasteignir eru ekki meðtaldir í reikningunum, en samspil fjáreigna og annarra fjármuna gefa heildarsýn á eiginfjárstöðu heimilanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×