Sport

Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna

Junior Seau er einn besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu frá upphafi. Hann svipti sig lífi árið 2012 en rannsóknir leiddu í ljós að hann var með CTE-heilaskaða.
Junior Seau er einn besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu frá upphafi. Hann svipti sig lífi árið 2012 en rannsóknir leiddu í ljós að hann var með CTE-heilaskaða. Vísir/Getty
Ný rannsókn sem hefur verið birt í Bandaríkjunum gefur til kynna að fjölmargir leikmenn úr NFL-deildinni verði fyrir heilaskaða.

Rannsóknin náði til 202 látinna leikmanna sem heilar þeirra voru rannsakaðir. Svokallaður CTE-heilaskaði fannst í 99 prósentum þeirra 111 leikmanna sem höfðu spilað í NFL-deildinni.

Ann McKee, læknirinn sem leiðir CTE-rannsóknarstofu Boston University segir þó að taka verði tillit til þess að þeir leikmenn sem voru til rannsóknar voru þeir sem lágu undir grun hjá fjölskyldum sínum að hefðu orðið fyrir heilaskaða.

CTE veldur breyttri hegðun hjá leikmönnum og skertri dómgreind. Orsök heilaskaðans eru ítrekuð höfuðhögg sem eru afar algeng í amerískum fótbolta.

Af þeim 202 leikmönnum sem voru til rannsóknar voru 87 prósent með heilaskaða en auk NFL-leikmanna voru leikmenn úr háskóla og miðskóla til rannsóknar.

McKee segir að enn sé margt huldu varðandi CTE og en ljóst að það sé vandamál í íþróttinni.

„Áhættan á heilaskaða er mikil fyrir þá sem stunda þessa íþrótt. Það liggur enginn vafi á því,“ sagði hún.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×