Erlent

Heil loðfílabeinagrind finnst í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Beinagrindin er mjög heilleg.
Beinagrindin er mjög heilleg. Skjáskot/YouTube
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa grafið upp nær fullkomnlega varðveitta beinagrind loðfíls. Talið er að beinagrindin sé 11-15 þúsund ára gömul.

Beinagrindin fannst á akri í Michigan-ríki Bandaríkjanna á landareign James Bristle sem ræktar sojabaunir. Fannst hún þegar Bristle var að grafa á akrinum og kom niður á einhverja fyrirstöðu.

Það sem Bristle taldi vera niðurgrafinn girðingarstaur var í rauninni eitt af rifum loðfílsins. Vísindamenn telja að loðfílnum hafi verið slátrað af mönnum áður en að hræi hans hafi verið komið fyrir í tjörn svo varðveita mætti kjötið.

Loðfílar dóu út fyrir um 10.000 árum en sjaldgæft er að jafn heillegar beinagrindur af loðfílum finnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×