Innlent

Heiðruðu frönskuna og spjölluðu við frú Vigdísi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fréttamaður leit við á Borgarbókasafninu í dag þar sem sextíu börn úr Landakotskóla sem læra frönsku héldu skemmtun af tilefni alþjóðadags franskrar tungu.

Þau spiluðu tónlist úr kvikmyndinni Amelie og sungu frönsk lög eins og hlusta máí myndskeiðinu hér að ofan.

Að lokum fengu þau að spyrja Vigdísi Finnbogadóttur um frönsku, til dæmis hennar eftirlætis orð á franskri tungu, sem eru fegurð, hamingja, gleði og aðdáun á börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×